Börn sýna talsverða þekkingu á ofbeldi á heimilum

5 nóv. 2007

Á málstofu sem haldin var á vegum Barnaverndarstofu, Barnaverndar Reykjavíkur, félagsráðgjafaskorar Háskóla Íslands og félagsmálaráðuneytisins, þann 1. október 2007 kynnti dr. Guðrún Kristinsdóttir rannsókn sem hún vinnur að ásamt rannsóknarhópi við Kennaraháskóla Íslands (sjá nánar hér). Með rannsókninni er leitast við að kanna þekkingu barna á ofbeldi á heimilum. Rannsóknin byggir á rannsókn Mullender o.fl. (2002) og eru markmið þríþætt:

*Að athuga almenna þekkingu og skilning 9 – 16 ára barna á ofbeldi á heimilum en það var gert með spurningakönnun.

*Að rannsaka þekkingu, skilning, reynslu, áhrif og viðbrögð barna sem hafa lifað við slíkt ofbeldi. Um er að ræða viðtalsathugun sem hófst í janúar 2007 en verið er að leita að fleiri viðmælendum (nánari upplýsingar hér).

*Að athuga sýn á börn í almennri umfjöllun um ofbeldi á heimilum, svo kölluð orðræðugreining sem þegar er unnið að.

Rannsóknin leggur áherslu á að sjónarhóll barnsins er sérstæður og að sumu leyti aðskilinn frá sjónarhóli fullorðinna. Jafnframt því að túlkun barna á ofbeldi á heimili er háð túlkun foreldra þeirra, sérstaklega af samræðum þeirra og þögn. Ef barn lifir við heimilisofbeldi telst slíkt vera ofbeldi gegn barninu og nota rannsakendur hugtakið „ofbeldi á heimili” notað um það.

Það finnast fáar íslenskar rannsóknir sem snerta heimilisofbeldi en Guðrún bendir á eftirfarandi: Hildigunnur Ólafsdóttir o.fl., 1982, Sigrún Júlíusdóttir o.fl., 1995, Skýrsla dómsmálaráðherra, 1997, Hrefna Ólafsdóttir, 2002, Jóhanna K. Jónsdóttir og Þorbjörg Sveinsdóttir, 2004, Jónína Einarsdóttir o.fl, 2004, Sigríður Halldórsdóttir, 2005. Almenn þekking barna hefur verið rannsökuð af Mullender o.fl. 2002 og McGee 2000. Reynsla barna hefur verið rannsökuð af Hester og Radford, 1992, auk þess sem liggja fyrir margar greinar og rit eftir Hester o.fl. Leskinen, 1982, Weinehall, 1997, McGee, 2000, Mason og Falloon, 2001, Forsberg, 2002, Cater, 2002 hafa einnig rannsakað reynslu barna. Þá hefur ofbeldi og vanræksla þ.e. skráð barnaverndarmál verið rannsakað talsvert.

Áhrif ofbeldis á heimilum gegn börnum spanna frá skaða fyrir fæðingu til ótta, ógnunar, sjálfsmorðs- og annarar lífshættu til dauða (Hornor, 2005). Algengustu áhrifin eru ótti (Mullender o.fl., 2002). Margt annað má nefna s.s. uppnám, depurð, reiði, skömm, líkamleg einkenni, streitu, skerta sjálfsmynd og sjálfsvirðingu. Þetta birtist stundum í skóla sem einbeitingarleysi, árásargirni og hegðunarerfiðleikar (McGee, 2000).

Fyrirliggjandi þekking á heimilisofbeldi bendir til að börn stríða við aukinn hegðunar- og tilfinningavanda en niðurstöður eru ósamhljóma um kynjamun (Edleson, 1999). Að verða vitni að ofbeldi virðist hafa áhrif á þroska barns, vera skaðlegur umhverfisþáttur og leiða til ófyrirsjáanlegra og oft neikvæðra afleiðinga (Wolfe o.fl. 2003).

Helstu niðurstöður spurningakönnunar er að 52% 9 ára barna, 90% 12 ára barna og 95% 16 ára barna þekkja orðið heimilisofbeldi ágætlega. Tæpur fjórðungur þekkir einhvern sem hefur orðið fyrir ofbeldi heima hjá sér og hluti svarenda tengir svarið við eigin reynslu. Þau taka afdráttarlausari afstöðu gegn líkamlegu ofbeldi en bresk börn og segjast myndu helst leita til systkina eða ömmu og afa ef mamma er beitt ofbeldi heima. Unglingar vilja síður leita til lögreglu. Börn og unglingar heyra oftast um heimilisofbeldi í gegnum ópersónuleg kynni, s.s. fjölmiðar og netið. Meirihluti svarenda vill læra um ofbeldi á heimilum í skóla, um hvað það er, afleiðingar og hvað er hægt að gera. Um fjórðungur er þó óviss í afstöðu til fræðslu.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica