Samanburður á fyrstu 6 mánuðum áranna 2006 og 2007

1 nóv. 2007

Þegar fyrstu sex mánuðir áranna 2006 og 2007 eru bornir saman kemur í ljós að tilkynningum hefur fjölgað úr 3.321 í 4.383 tilkynningar. Aukningin milli ára er tæp 32%. Þessa aukningu má einkum skýra með fjölda lögregluskýrslna. Á fyrstu sex mánuðum ársins 2006 bárust barnaverndarnefndum 1.813 tilkynningar frá lögreglu en á árinu 2007 voru þær 2.568.

Tilkynnt var um 3.092 börn á fyrstu sex mánuðum ársins 2006 en fjöldi barna var 3.567 árið 2007. Tilkynnt hefur því verið um 15% fleiri börn á fyrstu sex mánuðum ársins 2007 en 2006.

Tilkynningum sem berast í gegnum Neyðarlínuna 1-1-2 hefur ekki fjölgað milli ára og voru tilkynningar 346 bæði árin 2006 og 2007. Hins vegar er vert að taka fram að fleiri tilkynningar sem bárust í gegnum Neyðarlínuna voru raunverulegar barnaverndartilkynningar, því sumt af því sem tilkynnt er til Neyðarlínunnar flokka nefndir ekki sem barnaverndartilkynningar. Á fyrstu sex mánuðum ársins 2006 flokkuðu nefndir 189 barnaverndartilkynningar frá Neyðarlínunni en þær voru 240 árið 2007. Árið 2007 er því hærra hlutfall af tilkynningum sem berast í gegnum Neyðarlínuna raunverulegar barnaverndartilkynningar.

Umsóknum um meðferð hefur fækkað á þessu tímabili. Umsóknir voru 94 á fyrstu sex mánuðum ársins 2006 en 2007 voru þær 81. Umsóknum hefur því fækkað um 14%. Auk þess hefur umsóknum um fósturheimili fyrir börn fækkað úr 63 í 59 eða um 6%. Umsóknum fólks sem óskar eftir að gerast fósturforeldrar hefur þó fjölgað og voru umsóknir 30 á fyrstu sex mánuðum ársins 2006 en voru 35 árið 2007. Aukningin er 17%.

Rannsóknarviðtölum í Barnahúsi hefur einnig fækkað á fyrstu sex mánuðum áranna 2006 og 2007. Rannsóknarviðtöl voru 104 árið 2006 en 96 árið 2007. Fækkunin er tæp 8%. Fækkunin skýrist af færri könnunarviðtölum en þau voru 86 árið 2006 en 66 árið 2007. Skýrslutökum hefur hins vegar fjölgað milli ára og voru þau 18 árið 2006 en 30 árið 2007. Aukningin er 67%. Greiningar- og meðferðarviðtöl voru 54 á fyrstu sex mánuðum ársins 2006 en 52 árið 2007. Auk þess voru framkvæmdar 10 læknisskoðanir á fyrstu sex mánuðum ársins 2006 en þær voru 11 árið 2007.

Hér má sjá sundurliðun á þessum samanburði
Hér má sjá nákvæma sundurliðun á fyrstu sex mánuðum ársins 2007

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica