Aðalfundur fósturforeldra og námskeið í boði Þekkingarmiðlunar

31 okt. 2007

Aðalfundur félags fósturforeldra verður 17. nóvember nk. í húsnæði Barnaverndarstofu. Í tengslum við aðalfundinn mun Þekkingarmiðlunin bjóða fósturforeldrum upp á námskeiðið „Að takast á við erfiða einstaklinga“ þeim að kostnaðarlausu. Námskeiðið verður þann 16. nóvember eftir hádegi einnig í húsnæði BVS. Vonandi sjá sem flestir fósturforeldrar sér fært að þiggja rausnarlegt boð Þekkingarmiðlunar þann 16. nóvember og mæta á aðalfundinn þann 17.

Nýjustu fréttir

26. jún. 2023 : Upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga

Barna- og fjölskyldustofa hefur ásamt nokkrum öðrum aðilum tekið saman upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem standa að samkomum, viðburðum og mannamótum.

Í þessu upplýsingabréfi er að finna gagnlegar upplýsingar um ráðningar starfsfólks og sjálfboðaliða, um viðbrögð við hlutum sem geta komið upp og hvert er hægt að leita eftir frekari upplýsingum og nálgast fræðslu.

Lesa meira

16. jún. 2023 : Myndband um íslenska Barnahúsið

Evrópuráðið (Council of Europe) birti þann 1. júní s.l. myndband um Íslenska Barnahúsið. 

Myndbandið má nálgast hér


Þetta vefsvæði byggir á Eplica