Áttunda Foster Pride námskeiði fyrir fósturforeldra að ljúka

10 okt. 2007

Áttunda Foster Pride námskeiði lýkur 2. nóvember næstkomandi. Foster Pride námskeiðin eru námskeið fyrir fósturforeldra áður en þeir taka börn í fóstur en á námskeiðinu fer einnig ákveðið hæfnismat fram. Starfandi fósturforeldrum er einnig ráðlagt að sækja námskeiðið. Þátttakendur á síðasta námskeiði voru 19 og komu víðs vegar af landinu. Einnig tóku þátt tveir starfsmenn Reykjavíkurborgar.

Næsta Foster Pride námskeið verður haldið í febrúar nk. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Barnaverndarstofu í síma 530-2600. Einnig er hægt að senda tölvupóst á Hildi Sveinsdóttur á hildur@bvs.is til að fá frekari upplýsingar.

Nýjustu fréttir

26. jún. 2023 : Upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga

Barna- og fjölskyldustofa hefur ásamt nokkrum öðrum aðilum tekið saman upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem standa að samkomum, viðburðum og mannamótum.

Í þessu upplýsingabréfi er að finna gagnlegar upplýsingar um ráðningar starfsfólks og sjálfboðaliða, um viðbrögð við hlutum sem geta komið upp og hvert er hægt að leita eftir frekari upplýsingum og nálgast fræðslu.

Lesa meira

16. jún. 2023 : Myndband um íslenska Barnahúsið

Evrópuráðið (Council of Europe) birti þann 1. júní s.l. myndband um Íslenska Barnahúsið. 

Myndbandið má nálgast hér


Þetta vefsvæði byggir á Eplica