Yfirlit yfir stöðu barnaverndarmála í maí 2007

3 okt. 2007

Barnaverndarstofu bárust 10 umsóknir um meðferð í maí en þær voru 6 í apríl. Umsóknum hefur því fjölgað um tæp 67% milli mánaða.

Barnaverndarstofu bárust einnig 11 umsóknir um fósturheimili fyrir barn í maí en þær voru 8 í apríl. Umsóknum hefur því fjölgað um 38% milli mánaða. Auk þess bárust níu umsóknir fólks sem vildi gerast fósturforeldrar.

Alls fóru fram 13 rannsóknarviðtöl í Barnahúsi í maí en þau voru 8 í apríl. Rannsóknarviðtölum hefur því fjölgað um 63% milli mánaða. Greiningar- og meðferðarviðtöl voru 5 en þau voru 4 í apríl. Greiningarviðtölum hefur því fjölgað lítillega milli mánaða.

Í maí bárust barnaverndarnefndum landsins 795 tilkynningar en þær voru 659 í apríl. Tilkynningum hefur því fjölgað um 21% milli mánaða. Alls var tilkynnt um 633 börn en þau voru 535 í apríl. Fjöldi barna sem tilkynnt var um hefur því fjölgað um 18% milli mánaða. Um 70% þeirra barna sem tilkynnt var um nú í maí býr á höfuðborgarsvæðinu. Alls var tekin ákvörðun um að hefja könnun í máli 273 barna eða í 43% tilvika.

Af þeim 63 tilkynningum sem bárust Neyðarlínunni 112 voru 54 tilkynningar flokkaðar sem barnaverndartilkynningar.

Flestar tilkynningar bárust frá lögreglu eða alls 50% allra tilkynninga. Um 10% tilkynninga bárust frá skólayfirvöldum en í aðeins tveimur tilfellum leitaði barnið sjálft til barnaverndarnefndar.

Alls bárust Áfallamiðstöð Landspítalans 3 tilkynningar í maí.

Hér má sjá skýrslu yfir stöðu mála í maí 2007

Nýjustu fréttir

26. jún. 2023 : Upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga

Barna- og fjölskyldustofa hefur ásamt nokkrum öðrum aðilum tekið saman upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem standa að samkomum, viðburðum og mannamótum.

Í þessu upplýsingabréfi er að finna gagnlegar upplýsingar um ráðningar starfsfólks og sjálfboðaliða, um viðbrögð við hlutum sem geta komið upp og hvert er hægt að leita eftir frekari upplýsingum og nálgast fræðslu.

Lesa meira

16. jún. 2023 : Myndband um íslenska Barnahúsið

Evrópuráðið (Council of Europe) birti þann 1. júní s.l. myndband um Íslenska Barnahúsið. 

Myndbandið má nálgast hér


Þetta vefsvæði byggir á Eplica