Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn 10. október.

28 sep. 2007

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er 10. október. Sérstakur verndari dagsins árið 2007 er Vigdís Finnbogadóttir og er dagurinn tileiknaður geðheilbrigði í breyttri veröld: áhrif menningar og marbreytileika. Sunnudaginn 7. október verður sérstök dagskrá í tengslum við geðheilbrigðisdaginn, sjá dagskrá hér.

Ráðstefna verður svo haldinn 10. október á alþjóða geðheilbrigðisdeginum sem ber yfirskriftina: Innflytjendur og geðheilbrigði. Þjóðir sem hafa verið mjög einsleitar eru að vakna upp við það að svo er ekki lengur. Innflytjendur eru um 8.1% íslensku þjóðarinnar en voru 2.8% fyrir 10 árum. Okkar nýju nágrannar geta haft framandi menningarleg viðmið, tungumál og trúarbrögð. Áhrif þessara breytinga á andlega líðan eru mikil bæði fyrir þá sem taka sig upp og flytja til nýs lands og einnig fyrir þá sem fyrir eru. Tímabært er að hefja umræðu um geðheilbrigði og innflytjendur. Hér má sjá dagskrá ráðstefnunnar.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica