Rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd

21 sep. 2007

Aðalfundur Rannsóknaseturs í barna- og fjölskylduvernd (RBF) var haldinn 20. september sl. Rannsóknarsetrið var stofnað 12. maí 2006 og er forstöðumaður Jóhanna Rósa Arnardóttir. Rannsóknarsetrið heyrir undir félagsráðgjafarskor Háskóla Íslands og hefur aðsetur hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands að Aragötu 9.

Rannsóknasetrinu er ætlað að vera víðtækur vettvangur rannsókna á sviði félagsráðgjafar, einkum öllu því er lýtur að stefnumörkun, þróun og þjónustu í barna- og fjölskylduvernd sem spannar allt lífsskeiðið frá æsku til efri ára. Markmið setursins er jafnframt að miðla vísindalegri þekkingu um félagsráðgjöf og laða fræðimenn til starfa á þessu sviði.

Samstarfs- og styrktaraðilar eru Barnaverndarstofa, Biskupsstofa, Efling – stéttarfélag, félagsmálaráðuneytið, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, Reykjanesbær, umboðsmaður barna og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar.

Rannsóknarsetrið tekur þátt í fjölda rannsókna og stendur að ritröð um rannsóknir í félagsráðgjöf auk þess að gefa út bók Sigrúnar Júlíusdóttur og Halldórs S. Guðmundssonar: „Heilbrigði og Heildarsýn: Félagsráðgjöf í heilbrigðisþjónustu“ sem kom út í lok desember 2006. Rannsóknarsetrið stóð fyrir tveimur ráðstefnum á árinu í samstarfi við fleiri aðila. Þá stendur rannsóknarsetrið ásamt félagsráðgjafarskor Háskóla Íslands að málstofum sem eru að jafnaði haldnar einu sinni í mánuði frá september til apríl.

Nánari upplýsingar um rannsóknarsetrið er að finna hér á heimasíðu Rannsóknarsetursins

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica