Ofbeldi á börnum

2 júl. 2007

Alþjóðasamtökin gegn ofbeldi og vanrækslu í garð barna (ISPCAN eða The International Society for the Prevention of Abuse and Neglect ) og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF eða United Nations Children´s Fund) fóru þess á leit við Barnaverndarstofu að Ísland, líkt og flest lönd heims, tæki þátt í alþjóðlegri rannsókn á ofbeldi í garð barna.

Tilgangur rannsóknarinnar var annars vegar að afla upplýsinga um reynslu barna af ofbeldi og hins vegar að þróa mælitæki sem gefur áreiðanlegar og sambærilegar niðurstöður um reynslu barna af ofbeldi. Mikilvægt þótti að framkvæma slíka rannsókn þar sem sjónarhorni barnanna sjálfra hefur oftast verið gefinn lítill gaumur í rannsóknum á ofbeldi.

Tvenns konar spurningalistar voru lagðir fyrir bekkjardeildir 7. og 9. bekk grunnskóla, bæði á höfuðborgarsvæðinu, landsbyggðinni og í dreifbýli. Annars vegar var lagður fyrir spurningalisti varðandi ofbeldi á heimili barnanna eða í grennd við heimilið og hins vegar spurningalisti varðandi ofbeldi við skóla eða vinnustað.

Helstu vísbendingar könnunarinnar eru þær að um fimmta hvert barn á grunnskólaaldri hefur sætt líkamlegu ofbeldi á heimili og er hlutfallið svipað á vettvangi skólans. Allt að þriðjungur telur sig hafa sætt andlegu ofbeldi í einhverri mynd og tæplega einn af hverjum tíu greinir frá kynferðislegu ofbeldi í einhverri mynd.

Hér má sjá niðurstöður rannsóknarinnar en vert er að taka það fram að um forprófun listanna var að ræða og því er úrtak lítið. Varhugavert er því að alhæfa útfrá niðurstöðunum en þær gefa vissulega vísbendingar um reynslu barna af ofbeldi.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica