Tilmæli Evrópuráðsins um stefnu til eflingar foreldrahæfni

18 apr. 2007

Nýlega samþykkti ráðherranefnd Evrópuráðsins tilmæli til aðildarríkjanna um stefnu til eflingar foreldrahæfni (2006)19. Jafnframt fylgja tvö fylgiskjöl um foreldrahæfni í Evrópu samtímans: "Mikilvæg boð til foreldra: ölumst upp saman" og "Leiðbeiningar handa fagfólki".

Í janúar 2005 var forstjóri Barnaverndarstofu skipaður í sérfræðingahóp til að fjalla um foreldrahæfni í nútíma samfélagi. Var nefndinni einkum falið að undirbúa stefnumótun til eflingar foreldrafærni í þeim tilgangi að fyrirbyggja og vinna gegn líkamlegum refsingum á börnum og stuðla að þroskavænlegum uppeldisaðferðum í anda meginreglna Barnasamnings Sameinuðu þjóðanna. Breyttur veruleiki barna í uppvextinum frá því sem áður var kallar á endurmat á hefðbundnum uppeldisaðferðum þar sem barnið og þarfir þess þurfa að vera í brennipunkti. Fjölbreyttari fjölskyldugerð, fljótandi og fjölþættara samskiptanet barna ásamt aukin vitund um takmarkanir stofnana samfélagsins til að mæta mikilvægum þörfum barna gera kröfu til að allir leggist á eitt um styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu.

Segja má að í tilmælum ráðherranefndarinnar felist tilraun til að gera meginreglur Barnasamningsins ásamt bestu fagþekkingu í uppeldismálum aðgengilega fyrir ríkisstjórnir aðildarríkjanna, foreldra og fagfólk sem vinnur með börnum og foreldrum þeirra. Jafnframt felst í tilmælunum að leitast skuli við að virkja foreldra, fagfólk og stjórnvöld til samhæfðra aðgerða í uppeldismálum þar sem réttur barnsins til virkrar þátttöku og verndar er virtur.

Hér má sjá eftirfarandi tilmæli
Tilmæli til aðildaríkjanna um stefnu til eflingar foreldrahæfni
"Mikilvæg boð til foreldra: ölumst upp saman"
"Leiðbeiningar handa fagfólki"

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica