Blátt áfram - Björt framtíð

12 apr. 2007

Dagana 24. og 25. maí næstkomandi verður ráðstefna um kynferðislegt ofbeldi. Samkvæmt Blátt áfram er markmið ráðstefnunnar er að skoða allar þær leiðir sem samfélagið getur farið í að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi á börnum. Þegar um er að ræða forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum, þá festumst við oft í mannlegum viðbrögðum. Þessi viðbrögð geta verið ótti, reiði og afneitun. Við sem leggjum fram tillögur um að þessi mál séu rædd, blátt áfram og í dagsljósinu berum einnig ábyrgð á því að vera gott fordæmi fyrir umhverfið. Við gerum það með því að vekja athygli á þeim fjölda leiða sem við getum farið til þess að fræðast um og fyrirbyggt kynferðislegt ofbeldi á börnum.

Athugið að ráðstefnan fer fram á ensku. Hægt er að skrá sig hér.

Samstarfsaðilar eru: Barnaverndarstofa, Blátt áfram, Félag heyrnarlausra, Háskólinn í Reykjavík, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Þroskahjálp, Stígamót og Neyðarlínan 112.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica