Staða mála þriðja ársfjórðung 2006
Barnaverndarstofu bárust 52 umsóknir um meðferð á þriðja ársfjórðungi 2006. Alls hafa því borist 146 umsóknir á árinu 2006. Á þriðja ársfjórðungi í fyrra bárust 26 umsóknir. Barnaverndarstofu bárust auk þess 37 umsóknir um fóstur og voru flestar um tímabundið fóstur eða 68% allra umsókna. Auk þess bárust Barnaverndarstofu 11 umsóknir þeirra sem óskuðu eftir því að gerast fósturforeldrar. Flestar umsóknir komu frá fólki búsettu í Reykjavík og nágrenni. Eitt barn fóru í fóstur á vegum Martinswerk.Í Barnahúsi fóru fóru fram 40 rannsóknarviðtöl á þriðja ársfjórðungi, þar af 12 skýrslutökur eða 30% allra rannsóknarviðtala. Greiningar- og meðferðarviðtöl voru 29. Tvær læknisskoðanir fóru fram í Barnahúsi á þessum tíma.
Á þriðja ársfjórðungi 2006 bárust alls 1.619 tilkynningar um 1.411 börn. Alls hafa borist 4.779 tilkynningar á árinu. Ef fjöldi tilkynninga er borinn saman við þriðja ársfjórðung í fyrra kemur í ljós að tilkynningar eru 44% fleiri.
Hér má sjá skýrslu um stöðu mála á þriðja ársfjórðungi 2006
Hér má sjá sundurliðun á stöðu mála á þriðja ársfjórðungi 2006