Starfsdagur með formönnum barnaverndarnefnda

7 nóv. 2006

Þann 6. nóv sl. hélt Barnaverndarstofa starfsdag með formönnum barnaverndarnefnda. Markmið starfsdagsins var að kynna helstu þætti barnaverndarstarfsins, skipulag þess og hlutverk barnaverndarnefndar fyrir formönnunum, sem margir hverjir tóku við embætti sínu eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Þá er einnig gert ráð fyrir að formenn geti frætt aðra nefndarmenn um barnaverndarstarfið og verða glærur og annað fræðsluefni sem kynnt var aðgengilegt á heimasíðu Barnaverndarstofu. Fulltrúar frá 20 nefndum tóku þátt í starfsdeginum.

Hægt er að skoða glærur frá þessum degi hér á heimasíðunni undir Barnaverndarstofa - fræðsla og ráðgjöf

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica