Silvía drottning beitir sér fyrir stofnun Barnahúsa

9 okt. 2006

Forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson, flutti erindi á sérstökum fundi, sem efnt var til að frumkvæði hennar hátignar Silvíu drottningu Svíþjóðar í því skyni að afla fjár til stofnunar Barnahúsa á meðal fátækra þjóða. Fundurinn var haldinn í tengslum við aðalfund World Childhood Foundation í Linköping sl. föstudag, en fyrir réttu ári tók fyrsta Barnahús í Svíþjóð þar til starfa (sjá frétt á heimasíðu dags 28.9 2005 og 11.10. 2005).

World Childhood Foundation (www.childhood.org) var stofnað að frumkvæði drottningar árið 1999 í tengslum við fimmtíu ára afmæli hennar. Markmið stofnunarinnar er að veita fjármagni til hjálparstarfs fyrir börn sem eiga erfitt uppdráttar og þarfnast verndar, einkum í tengslum við kynferðisofbeldi á börnum í Suður Ameríku, Afríku og Austur Evrópu. Childhood hefur skrifstofur í fjórum löndum: Bandaríkjunum, Þýskalandi og Brasilíu auk Svíþjóðar Alls styrkir Childhood nú 75 verkefni í 15 þjóðlöndum en á meðal styrktaraðila eru mörg stór fyrirtæki og fjársterkir einstaklingar.

Braga var sýndur mikill heiður í þessari heimsókn, m.a. þáði hann kvöldverðarboð konungshjónanna í höllinni í Stokkhólmi ásamt stjórnum Childhood í fyrrnefndum löndum.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica