Norskir dómarar samþykkja stofnun Barnahúss

4 okt. 2006

Í norska dagblaðinu Aftenposten í dag kemur fram að ríkislögmaður, lögreglan og dómstólaráð eru hlynnt því að stofnað verði Barnahús þar í landi. Fyrirmyndin er sótt til íslenska Barnahússins. Í greininni er varað við of náinni samvinnu milli þeirra sem eiga að aðstoða börnin og þeirra sem eiga að taka af þeim skýrslu og undirstrikað að hlutverk hvers og eins sem að málinu kemur þurfi að vera skýrt og afmarkað. Haft er eftir lögreglustjóranum að tilkoma Barnahúss muni leiða til ákveðinna praktískra erfiðleika þar sem lögregla og dómari verða að fara af sínum vinnustöðum og í Barnahús til að taka skýrslu af barni, en að mikilvægara væri að taka mið af því sem barninu væri fyrir bestu. Greinina alla er hægt að finna hér.

Þá má geta þess að forstjóri Barnaverndarstofu heldur utan til Svíþjóðar á morgun að ósk Silvíu drottningu til að ávarpa aðalfund World Childhood Foundation (www.childhood.org) en fundinn sækja helstu styrktaraðilar samtakanna. Tilefnið er að afla fjár til að setja á laggirnar Barnahús á meðal fátækra þjóða. Forstjóri stofunnar mun sitja kvöldverðarboð sænsku konungshjónanna á fimmtudag.


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica