Rannsókn sem gerð var í samvinnu Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands og Stuðla

18 júl. 2006

Í júní 2006 var lokið við rannsókn sem gerð var í samvinnu Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands og Stuðla. Markmið með henni var að kanna réttmæti DuPaul greiningarkvaða miðað við K-SADS-PL greiningarviðtal, sem notast er við á Stuðlum við greiningu unglinga. Hið fyrrnefnda er staðlaður spurningalisti til að meta athyglisbrest með ofvirkni. K-SADS er á hinn bóginn umfangsmikið (hálfstaðlað) viðtal til að meta hvort um geðröskun er að ræða hjá unglingum, þar á meðal athyglisbrest með eða án ofvirkni og eins hvers eðlis geðröskun kunni að vera. Rannsóknin var B.A. verkefni Braga Sæmundssonar nema í sálfræði við Háskóla Íslands.

Leitað var eftir upplýstu samþykki forsjármanna og leyfis Vísindasiðanefndar.

Rannsókn leiddi í ljós háan áreiðanleikastuðul milli mælitækjanna. Fylgni milli matsmanna innbyrðis, sálfræðinga á Stuðlum um notkun á K-SADS, var rannsökuð sérstaklega. Niðurstöður sýndu afar háan áreiðanleikastuðul (Pearson 0,915). Í þessu felst ótvíræð jákvæð niðurstaða um gæði greiningar sálfræðinga á Stuðlum.

Þetta er í fyrsta sinn sem Stuðlar koma að rannsókn sem þessari. Niðurstöður slíkra rannsókna veita mikilvægar upplýsingar um gæði starfsins. Því er áhugi á frekari samstarfi við þá sem vilja leitast við að rannsaka það starf sem fram fer á Stuðlum.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-17

05. sep. 2024 : Við erum að flytja vefinn okkar

Við erum smám saman að flytja vefinn okkar yfir á island.is og þar er að finna það helsta sem er á döfinni hjá okkur og allar nýjustu upplýsingar.  Fara á nýjan vef.

27. ágú. 2024 : Börn á Flótta – Málþing

UNICEF á Íslandi, Rauði krossinn á Íslandi og Barna- og fjölskyldustofa (BOFS) hafa í samstarfi unnið fræðslumyndband um börn á flótta.

Fræðsluefnið um börn á flótta. Smellið hér til að nálgast fræðsluna

Lesa meira

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica