Yfirlit yfir stöðu mála í apríl

15 jún. 2006

Í apríl bárust Barnaverndarstofu 10 umsóknir um meðferð en þær voru 14 í mars. Umsóknum hefur því fækkað um 29% milli mánaða. Umsóknir um langtímameðferð voru flestar eða 5 talsins. Flestar umsóknir bárust frá barnaverndarnefndum á landsbyggðinni eða 50% umsókna.

Barnaverndarstofu bárust auk þess 7 umsóknir um fóstur í apríl en þær voru 16 í mars. Umsóknum hefur því fækkað um 56% milli mánaða. Flestar umsóknir bárust frá barnaverndarnefndum á landsbyggðinni eða rúm 70% allra umsókna. Flestar umsóknir voru um tímabundið fóstur. Sex umsókn um að gerast fósturforeldrar bárust Barnaverndarstofu í apríl, flestar frá fólki sem búsett er í Reykjavík eða nágrenni.

Í Barnahúsi fóru fram 12 rannsóknarviðtöl í apríl en þau voru 20 í mars. Þeim hefur því fækkað um 40% milli mánaða. Greiningar- og meðferðarviðtöl voru 6. Engin læknisskoðun fór fram í Barnahúsi í apríl.

Í apríl bárust barnaverndarnefndum landsins 399 tilkynningar varðandi 387 börn. Fjöldi tilkynninga í mars var 566. Tilkynningum hefur því fækkað um 30% milli mánaða. Ef fjöldi tilkynninga er borinn saman við sama mánuð í fyrra kemur í ljós að þeim hefur fækkað um rúm 17% milli ára (barnaverndarnefndum bárust 483 tilkynningar í apríl 2005).

66% tilkynninganna (264) komu frá höfuðborgarsvæði en 34% frá landsbyggðinni (135). Af þessum 399 tilkynningum bárust 30 tilkynningar í gegnum neyðarlínuna 1-1-2 (alls voru þó tilkynningar til Neyðarlínunnar 38, en ekki voru allar flokkaðar sem barnaverndartilkynningar).

Ástæður tilkynninga skiptust þannig að 31,8% voru vegna vanrækslu, 15,8% vegna ofbeldis, 51,6% vegna áhættuhegðunar barna og 0,8% vegna þess að heilsu eða líf ófædds barns var í hættu.

Flestar tilkynningar komu frá lögreglu og voru 57,6% allra tilkynninga. Um 14% tilkynninga bárust frá skólayfirvöldum en aðeins í 0,5% tilvika leitaði barnið sjálft til barnaverndarnefndar.

Hér má sjá skýrslu yfir stöðu mála í apríl

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica