Kynhegðun ungs fólks á Íslandi og kynferðisleg misnotkun á börnum

5 maí 2006

Barnaverndarstofa og Rannsóknir og greining/Háskólanum í Reykjavík kynntu í dag helstu niðurstöður könnunar um kynhegðun ungs fólks og kynferðislega misnotkun. Könnunin tók til nemenda í öllum framhaldsskólum á Ísland og byggir hún á svörum tæplega 10500 nemenda. Aldrei fyrr hefur verið gerð jafn umfangsmikil könnun á þessu viðfangsefni á svo stóru úrtaki á Íslandi.

Á blaðamannafundinum í dag lagði Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu áherslu á fjögur atriði sem hæst bera í niðurstöðum rannsóknarinnar:

Í fyrsta lagi gæfu þær til kynna að tíðni kynferðislegrar misnotkunar, um 13.5% stúlkna og 2.% drengja væru mun lægri en þær tölur sem hefðu áður verið í umræðunni. Skýringar á því taldi hann líklegastar að fyrri kannanir hafi ekki einskorðast við upplýsingar um kynferðislegt ofbeldi heldur hefðu jafnframt tekið til kynferðislegrar áreitni.

Í öðru lagi væri athyglisvert að fjöldi þeirra ungmenna sem byrjuðu að lifa kynlífi fyrir 15 ára aldurinn væri ekki stór. Ennfremur væri athyglisvert að meirihluti stúlkna á framhaldsskólaaldir teldu að hækka bæri kynferðislegan lögaldur úr 14 í 15 ár, sem túlka mætti sem kröfu um aukna vernd.

Í þriðja lagi væri ástæða til að hafa áhyggjur af mikilli klámneyslu drengja á framhaldsskólaaldri, en fram kemur að um 37% þeirra horfðu á klámefni oftar en þrisvar sinnum í viku. Könnunin gefur vísbendingar að þessi notkun á klámi geti haft afgerandi áhrif á viðhorf ungmenna til heilbrigðs kynlís.

Loks taldi Bragi að þær upplýsingar sem fram komu í könnuninni bentu til að líkamlegt ofbeldi á heimilum væri mun útbreiddara en ætla mætti, t.d. af tilkynningum til barnaverndarnefnda.

Bragi lagði áherslu á að niðurstöður könnunarinnar gætu komið að miklum notum fyrir foreldra, barnaverndaryfirvöld, stjórnvöld og alla þá sem láta sig málefni barna varða. Fyrirhugað er að vinna enn frekar úr niðurstöðum könnunarinna.

Hér má sjá helstu niðurstöður sem kynntar voru í dag.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica