Norrænar barnaverndarráðstefnur sumarið 2006

4 jan. 2006

Næsta sumar verða haldnar tvær norrænar barnaverndarráðstefnur. Sú fyrri er haldin á vegum samtakanna "Nordisk forening mot barnemishandling og omsorgssvikt" verður í Malmö dagana 7.-9. maí 2006. Ráðstefnunar um "illa meðferð á börnum" eru haldnar á tveggja ára fresti og var síðast haldin í Finnlandi 2004. Helstu fyrirlesarar verða: Kathleen Coulborn Faller, prófessor í félagsráðgjöf við háskólann í Michigan, Kari Ormstad, prófessor í réttarlæknisfræðum við háskólann í Óslo og dr. Barbara Bonner, sálfræðingur frá háskólanum í Oklahoma. Fjölmargir aðrir fyrirlestrar og málstofur verða á ráðstefnunni. Þeim sem vilja kynna sér efni hennar betur er bent á netslóðina: www.nfbo.com

Síðari ráðstefnan verður haldin í Kaupmannahöfn dagana 24. - 27. ágúst. Norræna barnaverndarráðstefnan er haldin á þriggja ára fresti og var síðast hér á Íslandi í ágúst 2003. Á ráðstefnunni verður leitast við til að skoða samhengi milli menntunar, rannsókna og praksis í barnaverndarvinnu á tímum sem litaðir eru af miklum breytingum. Upplýsingar um ráðstefnuna má finna á: www.nbk2006.dk

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica