Fjölskyldustefna og foreldrahæfni í nútíma samfélagi

14 des. 2005

Dagana 10. – 11. nóvember sl. efndu Tékknesk stjórnvöld til alþjóðaráðstefnu um fjölskylduna og foreldrahæfni í ljósi samfélagsþróunar síðastliðins áratugs og var ráðstefnan haldin í Prag. Ráðstefnan var haldin í tengslum við mótun opinberrar fjölskyldustefnu í Tékklandi. Þess var farið á leit við Braga Guðbrandsson, forstjóra stofunnar, að flytja erindi um efnið. Beiðnin var tilkomin þar sem Bragi á sæti í sérfræðinganefnd Evrópuráðsins sem nú vinnur að athugun á því hvernig unnt sé að hagnýta Barnasamning Sameinuðu þjóðanna til að auka foreldrahæfni og vernda börn gegn ofbeldi. Bragi flutti erindi um þetta efni á fundi í Strassborg sl. vor og varð það tilefni þess að Tékkneska félagsmálaráðuneytið óskaði eftir þessu framlagi nú.

Hér má sjá glærur af fyrirlestri Braga

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica