Málstofa um barnavernd

21 nóv. 2005

Barnaverndarstofa, í samvinnu við barnavernd Reykjavíkur og félagsráðgjöf HÍ, stendur reglulega fyrir málstofum þar sem fjallað er um ólík efni er tengjast barnavernd og barnaverndarstarfi. Næsta málstofa verður haldin mánudaginn 28. nóvember og hefst kl. 12.15 í fundarsal Barnaverndarstofu. Efni málstofunnar verður "Hvers konar mál flokkast undir barnaverndarmál?" Dr. Freydís J. Freysteinsdóttir mun þá fjalla um rannsókn sem gerð var meðal barnaverndarstarfsmanna hér á landi. Barnaverndarstarfsmenn svöruðu spurningalistum sem í voru dæmasögur. Kannað var hvort dæmasögur á gráu svæði er varðar líkamlegt ofbeldi og vanrækslu í umsjón og eftirliti væru flokkuð sem barnaverndarmál. Jafnframt var kannað hvort aðrar tegundir mála flokkuðust sem barnaverndarmál. Þau mál vörðuðu áhættuhegðun barns, áhættuþætti, þörf fyrir sértæk úrræði og stuðning/þvingun (viðkomandi leitar aðstoðar/tilkynning berst).

Málstofan er fyrst og fremst ætluð barnaverndarstarfsmönnum, samstarfsfólki þeirra og þeim sem áhuga hafa á barnaverndarstarfi.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica