Norskt Barnahús?

1 nóv. 2005

Í síðustu viku kom hingað til lands sendinefnd frá norskum stjórnvöldum í því skyni að kynna sér starfsemi Barnahúss hérlendis. Um er að ræða nefnd nokkurra ráðuneyta, sem skipuð var í tengslum við samþykkt aðgerðaráætlunar í Noregi gegn kynferðislegu- og líkamlegu ofbeldi á börnum fyrir árin 2005 til 2006 (Strategi mod seksuelle of fysiske overgrep mot barn, sjá:
www.odin.dep.no

Í aðgerðaráætluninni er sérstaklega fjallað um íslenska barnahúsið og er lagt til að dómsmálaráðuneyti Noregs hafi umsjón með undirbúningi að stofnun Barnahúss í tilraunaskyni á árinu 2006 (sjá bls. 27 í áætluninni).

Nefndin sem hingað kom fundaði með forstjóra Barnaverndarstofu, forstöðumanni og öðru starfsliði í Barnahúsi og heimsótti jafnframt embætti ríkissaksóknara, héraðsdóm Reykjaness og Fjölskylduþjónustu Hafnafjarðar. Héðan hélt nefndin síðan til vesturstrandar Bandaríkjanna í því skyni að heimsækja Children Advocacy Centres, og hafði Barnaverndarstofa milligöngu um tilhögun þeirrar heimsóknar.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica