Evrópuverkefnið: Quality for Children

18 maí 2005

Á síðasta ári var hleypt af stokkunum Evrópuverkefninu “Quality for Children”, en markmið þess er að þróa mælikvarða til bættra gæða vegna umönnunar barna utan heimilis, á stofnunum, í meðferð og í fóstri. Verkefnið er skipulagt af IFCO (International Foster Care Organization), FICE (Fédération Internationale Communatés Educatives) og SOS barnaþorpunum (SOS Kinderdorf international). Nánar má fræðast um samstarfsverkefnið á vefsíðunni http://www.quality4children.info Barnaverndarstofa hefur haft umsjón með verkefninu af Íslands hálfu og var af því tilefni framkvæmd viðhorfakönnun á meðal hóps barna sem dvalið hafa í meðferð og í fóstri og foreldra þeirra í því skyni að læra af reynslu þeirra. Sambærileg upplýsingaöflun hefur nú átt sér stað í hinum 32 Evrópuríkjunum sem taka þátt, en hún á að skapa grundvöllinn að þróun fyrrnefndra gæðastaðla.

Það var að beiðni SOS barnaþorpanna á Íslandi, sem Barnaverndarstofa féllst á að taka þátt í hinum faglega þætti samstarfsins Quality4Children. Nú stendur fyrir dyrum ráðstefna í Gmunden í Austurríki, þar sem m.a. verður fjallað um niðurstöður þeirra vinnu sem átt hefur sér stað auk þess sem fyrirlestrar verða haldnir um fjölmargar hliðar þessa viðfangsefnis. Þar mun forstjóri Barnaverndarstofu m.a. flytja erindi um nýsamþykkt tilmæli ráðherranefndar Evrópuráðsins um réttindi barna á stofnunum. Frekari upplýsingar er að finna á fyrrnefndri vefsíðu.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica