Ný reglugerð nr. 366/2005 um vistun barna á vegum annarra en barnaverndarnefnda samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga (sumarbúðir o.fl.)

12 apr. 2005

Félagsmálaráðuneytið hefur sett nýja reglugerð nr. 366/2005 um vistun barna á vegum annarra en barnaverndarnefnda samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga (sumarbúðir o.fl.), að fengnum tillögum Barnaverndarstofu. Þessi reglugerð leysir af hólmi reglugerð nr. 562/2000 um einkaheimili sem taka börn til dvalar í atvinnuskyni í allt að sex mánuði og reglur nr. 401/1998 um heimili og stofnanir fyrir börn samkvæmt 1.–3. mgr. 51. gr. laga um vernd barna og ungmenna, nr. 58/1992, sbr. lög nr. 22/1995. Árið 2004 var sett reglugerð nr. 652/2004 um úrræði á ábyrgð sveitarfélaga á grundvelli barnaverndarlaga þar sem fjallað er þá aðila sem vista börn á vegum barnaverndarnefnda. Í nýju reglugerðinni er að finna ákvæði um skilyrði og framkvæmd leyfisveitinga til þeirra sem óska eftir að vista börn á eigin vegum, þ.e. fyrst og fremst með beinum samningum við foreldra. Hér getur verið um að ræða einstaklinga sem taka börn til dvalar á sumrin svo og þá sem óska eftir að reka t.d. reiðskóla, sumarbúðir, athvarf og svipaða starfsemi þar sem börn dvelja í skamman tíma. Í reglugerðinni er að finna skilgreiningar og ýmsar almennar kröfur til rekstraraðila. Þá er gerð grein fyrir því hvernig sótt er um leyfi og afgreiðslu leyfa. Í ákvæði til bráðabirgða er tekið fram að þau heimili sem hafa leyfi skv. eldri reglum megi starfa út gildistíma leyfisins. Hyggist heimili halda áfram starfsemi eftir að gildandi leyfi rennur út skal leggja fram umsókn í samræmi við ákvæði hinnar nýju reglugerðar.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica