112 dagurinn og barnavernd

15 feb. 2005

112 dagurinn var haldinn 11. febrúar sl. Markmiðið með deginum var að vekja athygli á starfi þeirra fjölmörgu aðila sem tengjast neyðarlínunni 112. Ísland tók þátt í þessum degi í fyrsta sinn, en víða í Evrópu hefur 11.2 verið notaður til að vekja athygli á neyðarnúmerinu og er haldinn árlega.
Barnaverndarnefndir landsins og Barnaverndarstofa hafa verið í samstarfi við 112 í eitt ár. 589 tilkynningar bárust til nefndanna gegnum 112 árið 2004.

Almennt má segja að markmið dagsins hafi náðs. Mest var fjallað um ýmis konar neyðar- og björgunarstarf, svo sem eldvarnir, löggæslu ýmis konar og björgunarstörf. Einnig var nokkuð fjallað um starf barnaverndarnefnda víða um land. Á Ísafirði, Egilsstöðum, Árborg og Akureyri mættu barnaverndarstarfsmenn í viðtal í svæðisútvarpi og greinar birtust í staðarblöðum um starf nefndanna auk þess sem almennt var fjallað um starf neyðarlínunnar í útvarpsþáttum. Jafnframt var vakin athygli á plakötum um tilkynningaskyldu og símanúmerinu 112 auk þess sem grein birtist í Morgunblaðinu.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica