Rannsóknir á högum fósturbarna
Barnaverndarstofa gerði samning við IMG Gallup og Guðrúnu Kristinsdóttur dósent við Kennaraháskóla Íslands, um að taka að sér rannsókn á högum fósturbarna. Lögð var áhersla að skoða hagi barna sem voru í varanlegu fóstri. Nú hafa niðurstöður beggja þessarra rannsókna verið gefnar út.Hægt er að nálgast skýrslu Guðrúnar Kristinsdóttur á Barnaverndarstofu og í Bóksölu stúdenta. Niðurstöður IMG Gallup verða birtar í ársskýrslu Barnaverndarstofu sem gefin verður út á næstu dögum. Einnig er hægt að nálgast niðurstöður IMG Gallup undir Barnaverndarstofa - útgefið efni.