Sískráning tilkynninga í barnaverndarmálum

16 des. 2004

Í ársbyrjun 2004 hófst samstarf barnaverndarnefnda, Barnaverndarstofu og Neyðarlínunnar um móttöku tilkynninga fyrir barnaverndarnefndir. Reynslan af þessu verkefni hefur verið jákvæð og margir samstarfsaðilar látið í ljósi ánægju með að hægt er að hafa samband við eitt símanúmer vegna tilkynninga og ekki lengur þörf á að reyna að finna hvert símanúmer nefndarinnar er. Eins og stendur er unnið að frekari kynningu á þessu fyrirkomulagi.

Með tilkomu þessa fyrirkomulags hefur orðið unnt að fá betra yfirlit yfir þær tilkynningar sem berast nefndum, þ.e. þær tilkynningar sem berast gegnum Neyðarlínan - 112. Barnaverndarstofa hefur lengi haft áhuga á því að fá yfirlit yfir umfang starfsins hjá nefndunum með því að hafa á hverjum tíma upplýsingar um fjölda þeirra tilkynninga sem berast. Eins og staðan er nú safnar Barnaverndarstofa saman heildartölum yfir störf nefndanna árlega, og er þá að fá tölur sem eru allt að 1 1/2 - 2ja ára gamlar. Það gefur auga leið að þær tölur eru ekki nothæfar ef gefa á traustar upplýsingar um stöðu málaflokksins á hverjum tíma. Því hefur verið ákveðið að safna saman upplýsingum um fjölda tilkynninga allra nefnda mánaðarlega. Tilgangurinn er m.a. að geta svarað ýmsum fyrirspurnum, innlendum og erlendum, um fjölda tilkynninga, hvers eðlis þær eru og hvort algengt sé að grípa þurfi til neyðarráðstafana í kjölfar tilkynninga. Þá má einnig gera ráð fyrir að þessar upplýsingar geti verið gagnlegar fyrir nefndirnar sjálfar sem geta frekar gert áætlanir um störf sín og þörf á úrræðum þegar
ávallt er hægt að skoða nýjar tölur um umfang starfsins.

Sískráning tilkynninga hefst 1. janúar 2005 og því gert ráð fyrir að fyrstu tölurnar verði birtar í byrjun febrúar á heimasíðu Barnaverndarstofu.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica