Ný viðbygging tekin í notkun á Stuðlum

8 des. 2004

Föstudaginn 3. desember sl. var tekin í notkun viðbygging við meðferðarstöð fyrir unglinga á Stuðlum. Viðstaddir opnunina voru Árni Magnússon félagsmálaráðherra og Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu, ásamt starfsfólki Stuðla, og samstarfsaðilum, og fulltrúum þeirra sem komu að hönnun og byggingu.

Viðbyggingin hýsir lokaða deild Stuðla (Neyðarvistun). Með þessari byggingu er bætt úr brýnni þörf deildarinnar fyrir bætta aðstöðu, fyrir skjólstæðinga, vistunaraðila og starfsfólk.

Við hönnum byggingarinnar hefur verið fyrst og fremst hugað að öryggi skjólstæðinga og starfsfólks. Þar verður aðstaða til að taka við mjög erfiðum skjólstæðingum og mæta ýtrustu öryggisþörfum, þegar slíkar aðstæður koma upp. Í viðbyggingunni eru 5 herbergi fyrir skjólstæðinga, hreinlætisaðstaða, herbergi sem notað verður til leitar, og læknisskoðana. Rúmgott vaktherbergi og úr því séðst yfir alla deildina og garð. Auk þessa eru í viðbyggingu, 2 skrifstofur, viðtalsherbergi og fundarherbergi og aðstaða fyrir móttöku.

Með þessari byggingu verður raunauking á deildinni um 2 - 3 rými vegna þess að herbergin eru einstaklingsherbergi, en voru áður tveggja manna herbergi. Samhliða þessum bættu aðstæðum eru breytingar á innra starfi deildarinnar í mótun þar sem verður lögð áhersla á bætta þjónustu.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica