Rannsókn á eftirfylgni eftir meðferð á langtímameðferðarheimili

23 nóv. 2004

Í október skrifaði Kristín Berta Guðnadóttir BA-ritgerð í félagsráðgjöf sem unnin var í samvinnu við Barnaverndarstofu. Í ritgerðinni var leitast við að varpa ljósi á upplifun unglinga og forsjáraðila þeirra á eftirfylgni eftir meðferð á langtímameðferðarheimili á vegum Barnaverndarstofu. Bornar voru saman tillögur sem meðferðaraðilar gera fyrir þá unglinga sem útskrifast og áætlanir sem barnaverndarstarfsmenn gera af sama tilefni. Þá var skoðað í hverju þessar tillögur fólust.

Helstu niðurstöður sýna að bæði unglingar og forsjáraðilar þeirra vilja fá meira og betra aðhald en var í raun. Fram kemur einnig nauðsyn þess að vinna með allri fjölskyldunni svo árangur meðferðar nýtist sem best. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að koma upp markvissri eftirmeðferð hér á landi og tryggja að allir sem hverfa úr umsjá barnaverndar sitji við sama borð. Niðurstöður erlendra rannsókna styðja þetta og sýna að börn sem hafa verið í umsjá barnaverndaryfirvalda eiga fremur á hættu að lenda undir fátæktarmörkum síðar en einnig að þessi hópur er í meiri hættu hvað varðar tilraunir til sjálfsvíga.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica