Starfsdagar meðferðarheimila Barnaverndarstofu

27 okt. 2004

Dagana 21. og 22. okt. 2004 voru haldnir árlegir starfsdagar meðferðarheimila Barnaverndarstofu og Stuðla. Að undirbúningi starfsdaganna stóðu meðferðarheimilin Árbót og Laugaland ásamt starfsmanni Barnaverndarstofu. Starfsdagarnir fóru fram í frábæru veðri í Eyjafirðinum, nánar tiltekið í Sveinbjarnargerði. Til fundarins mættu alls 33 starfsmenn - en aldrei fyrr hefur verið jafn vel mætt. Skýringin á þessari góðu mætingu var að allir starfsmenn meðferðarheimilisins Háholts mættu og jafnframt komu nokkrir starfsmenn frá Laugalandi og Árbót/Bergi utan rekstraraðilanna.
Umræðuefni fundarins var staðan í dag í meðferðarstarfinu og framtíðin - þarf að breyta og þá hverju og hvenær. Kristján Kristjánsson prófessor við Háskólann á Akureyri hélt fyrirlestur um þjóðfélagsbreytingar síðustu áratuga frá sjónarhóli barna. Bryndís S. Guðmundsdóttir starfsmaður Barnaverndarstofu hélt fyrirlestur um niðurstöður rannsókna og framtíðarsýn í meðferðarstarfi. Þá tjáði hvert heimili fyrir sig og Stuðlar um framtíðarsýn sína og létu í ljós skoðanir um hverju þyrfti að breyta - hvað vilja menn sjá t.d. eftir 5 ár. Forstjóri Barnaverndarstofu gerði grein fyrir því helsta sem væri á döfinni og að hverju þyrfti að vinna á næstunni. Unnið var í hópum með framkomnar upplýsingar og skiluðu hóparnir niðurstöðum.
Góður samstarfsandi ríkti á fundinum og bjartsýni varðandi framtíðina og voru menn opnir fyrir því að gera breytingar í samræmi við faglegar kröfur. Nánar verður sagt frá niðurstöðum fundarins þegar unnið hefur verið úr öllum gögnum og fundarritun.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica