Lokað svæði tekið í notkun

15 sep. 2004

Nú hefur Barnaverndarstofa tekið í notkun lokað svæði á heimasíðu stofunnar fyrir allar barnaverndarnefndir landsins og starfsmenn þeirra ásamt Barnaverndarstofu, Barnahúss og meðferðarheimila á vegum stofunnar. Tilgangurinn er sá að skapa vettvang fyrir skoðanaskipti, umræður og miðlun upplýsinga sem einvörðungu á erindi til þeirra sem starfa að barnavernd og eftir atvikum annars fagfólks sem ástæða þykir að hafi aðgang að svæðinu. Jafnframt verður á lokaða svæðinu að finna ýmis gögn sem barnaverndarnefndir þurfa á að halda.

Óþarft ætti að vera að fjölyrða um mikilvægi þess að fagfólk í barnavernd eigi sér vettvang þar sem það getur deilt reynslu sinni og skoðunum í þessum viðkvæma málaflokki. Með tölvusamskiptum á lokuðu svæði má með auðveldum hætti leita eftir eða koma á framfæri upplýsingum og ábendingum, viðra hugmyndir og láta í ljós skoðanir um allt það sem lýtur að barnavernd og notandi telur að skipti máli fyrir þá sem hafa aðgang að svæðinu. Getur hver notandi hafið máls á því viðfangsefni sem hann kýs og geta þá aðrir tekið þátt í umræðunni með því að bregðast við undir þeirri fyrirsögn sem málshefjandi velur.

Barnaverndarstofa vonast sérstaklega til þess að fagfólk í barnavernd komi á framfæri ábendingum um atriði sem lúta að starfsemi á vegum stofunnar, hvað vel sé gert og hvað miður og hvernig betur sé unnt að koma til móts við þarfir barnaverndarnefnda og skjólstæðinga þeirra.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-17

05. sep. 2024 : Við erum að flytja vefinn okkar

Við erum smám saman að flytja vefinn okkar yfir á island.is og þar er að finna það helsta sem er á döfinni hjá okkur og allar nýjustu upplýsingar.  Fara á nýjan vef.

27. ágú. 2024 : Börn á Flótta – Málþing

UNICEF á Íslandi, Rauði krossinn á Íslandi og Barna- og fjölskyldustofa (BOFS) hafa í samstarfi unnið fræðslumyndband um börn á flótta.

Fræðsluefnið um börn á flótta. Smellið hér til að nálgast fræðsluna

Lesa meira

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica