Lokað svæði tekið í notkun

15 sep. 2004

Nú hefur Barnaverndarstofa tekið í notkun lokað svæði á heimasíðu stofunnar fyrir allar barnaverndarnefndir landsins og starfsmenn þeirra ásamt Barnaverndarstofu, Barnahúss og meðferðarheimila á vegum stofunnar. Tilgangurinn er sá að skapa vettvang fyrir skoðanaskipti, umræður og miðlun upplýsinga sem einvörðungu á erindi til þeirra sem starfa að barnavernd og eftir atvikum annars fagfólks sem ástæða þykir að hafi aðgang að svæðinu. Jafnframt verður á lokaða svæðinu að finna ýmis gögn sem barnaverndarnefndir þurfa á að halda.

Óþarft ætti að vera að fjölyrða um mikilvægi þess að fagfólk í barnavernd eigi sér vettvang þar sem það getur deilt reynslu sinni og skoðunum í þessum viðkvæma málaflokki. Með tölvusamskiptum á lokuðu svæði má með auðveldum hætti leita eftir eða koma á framfæri upplýsingum og ábendingum, viðra hugmyndir og láta í ljós skoðanir um allt það sem lýtur að barnavernd og notandi telur að skipti máli fyrir þá sem hafa aðgang að svæðinu. Getur hver notandi hafið máls á því viðfangsefni sem hann kýs og geta þá aðrir tekið þátt í umræðunni með því að bregðast við undir þeirri fyrirsögn sem málshefjandi velur.

Barnaverndarstofa vonast sérstaklega til þess að fagfólk í barnavernd komi á framfæri ábendingum um atriði sem lúta að starfsemi á vegum stofunnar, hvað vel sé gert og hvað miður og hvernig betur sé unnt að koma til móts við þarfir barnaverndarnefnda og skjólstæðinga þeirra.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica