Reglugerð um úrræði á ábyrgð sveitarfélaga samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga

2 sep. 2004

Félagsmálaráðuneytið hefur sett nýja reglugerð nr. 652/2004 um úrræði á ábyrgð sveitarfélaga samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga, að fengnum tillögum Barnaverndarstofu. Þessi reglugerð leysir af hólmi reglugerð um tilsjónarmann, persónulegan ráðgjafa og stuðningsfjölskyldur nr. 452/1993 og einnig að verulegu leyti ákvæði reglugerðar um einkaheimili sem taka börn til dvalar í atvinnuskyni í allt að sex mánuði nr. 562/2000. Þá eru einnig útfærð ýmis atriði sem ekki hefur áður verið kveðið á um í reglum með skýrum hætti. Í nýjum barnaverndarlögum nr. 80/2002 var leitast við að gera ákvæði um úrræði í barnavernd skýrari en áður hafði verið. Í nýju reglugerðinni er fjallað um almenn stuðningsúrræði, sumardvöl á vegum barnaverndarnefnda, tilsjónarmann og persónulegan ráðgjafa, stuðningsfjölskyldur og heimili og önnur úrræði á vegum barnaverndarnefnda. Í reglugerðinni kemur m.a. fram hvaða kröfur skal gera til þeirra sem taka að sér að veita þjónustu á grundvelli barnaverndarlaga, svo sem um skyldu til að sækja um leyfi barnaverndarnefndar eða Barnaverndarstofu eftir því sem við á, skilyrði fyrir því að veita leyfi og endurnýjun leyfa.

Reglugerðina má finna á heimasíðunni undir lög og reglugerðir

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica