Foster Pride námskeið hefst 18.september nk

25 ágú. 2004

Laugardaginn 18. september nk. hefst Foster Pride námskeið fyrir verðandi og starfandi fósturforeldra. Skilyrði til þátttöku er að viðkomandi hafi samþykki barnaverndarnefndar í heimilisumdæmi sínu sem fósturforeldri. Námskeiðið stendur yfir frá 18. september til 12. nóvember. Námskeiðið verður helgarnar 18. og 19. september, 16. og 17. október og föstudaginn 12. nóvember. Á milli tímanna fara leiðbeinendur í heimsóknir á heimili þátttakenda, 3-4 heimsóknir á hvert heimili.

Foster Pride er bandarískt að uppruna og uppbyggt sem undirbúningsnámskeið og úttektarferli fyrir fósturforeldra. Þar sem stefnan er að þeir sem hafa sótt námskeiðið gangi fyrir við val á fósturforeldrum er þeim boðið að taka þátt sem áður hafa fengið leyfi Barnaverndarstofu. Ef um hjón eða sambýlisfólk er að ræða er skilyrði að báðir sæki námskeiðið. Hámark þátttakenda á námskeiðinu eru 20 og mikilvægt að allir geti mætt alla daga námskeiðsins. Námskeiðið verður haldið í húsnæði Barnaverndarstofu að Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Leiðbeinendur verða Hildur Sveinsdóttir og Soffía Ellertsdóttir. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu en þátttakendur standa straum af ferðakostnaði og uppihaldi á meðan námskeið stendur yfir

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica