Beiting úrræða í barnaverndarmálum, mörkin milli stuðnings og þvingunar og ákvörðunarferlið.

24 ágú. 2004

Út er komin hjá Barnaverndarstofu ný rannsókn sem nefnist: „Beiting úrræða í barnaverndarmálum, mörkin milli stuðnings og þvingunar og ákvörðunarferlið. Hlutur Íslands í norrænni samanburðarrannsókn“.

Rannsóknin er unnin í samvinnu við Norðmenn og Dani og var styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Stjórnandi rannsóknarinnar var Turid Vogt Grinde, sálfræðingur og rannsakandi hjá NOVA, en hún vann norska hlutann ásamt Vigdisi Bunkholdt, sálfræðingi. Danski hlutinn var unninn af Tine Egelund og Signe Andrén Thomsen hjá Socialforskningsinstituttet og kom þeirra skýrsla út árið 2002. Íslenski hlutinn gerði Anni G. Haugen, félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu. Síðar í haust mun koma út norræn skýrsla, þar sem ákveðnir þættir barnaverndarstarfsins eru bornir saman með það í huga að reyna að skýra hvað það er sem ræður, þegar barnaverndarstarfsmenn eru að meta hvort rétt sé að taka barn af heimili eða veita því og fjölskyldu þess stuðning á heimilinu.

Skýrsluna er nú að finna á heimasíðu Barnaverndarstofu undir útgefið efni, en skýrsluna má einnig fá hjá Barnaverndarstofu og kostar hún kr. 2.500,-

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica