Drög að nýjum reglugerðum

24 jún. 2004

Barnaverndarstofa hefur nýverið sent til félagsmálaráðuneytisins drög að nýrri reglugerð á grundvelli barnaverndarlaga nr. 80/2002. Hér er um að ræða drög að reglugerð um úrræði á ábyrgð sveitarfélaga skv. ákvæðum barnaverndarlaga. Í þessari reglugerð verða mótaðar almennar reglur um uppbyggingu úrræða sem barnaverndarnefndum ber að hafa til staðar, svo sem almenn stuðningsúrræði, sumardvöl, tilsjónarmenn og persónulega ráðgjafa, stuðningsfjölskyldur og heimili og önnur úrræði sem barnaverndarnefndir skulu hafa tiltæk. Barnaverndarstofa gerir ráð fyrir að senda félagsmálaráðuneytinu fljótlega drög að reglugerð um fóstur.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica