Fræðslufundur 11. júní

3 jún. 2004

Föstudaginn 11. júní nk. mun Olof Risberg, sálfræðingur og "psykoterapeut" halda fyrirlestur á vegum Barnaverndarstofu. Að loknum fyrirlestri verða umræður.

Olof Risberg hefur unnið hjá drengjamóttöku Barnaheilla í Svíþjóð síðan 1995. Hann vinnur með drengi sem hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun og einnig drengi sem hafa misnotað önnur börn kynferðislega. Hann hefur gefið út bækurnar "Unga förövare (02)" og "Vem vill vara ihop med mig då?". Nú er hann að vinna að bók um þroskahefta einstaklinga sem misnota börn og kemur hún út í sept. 2004. Hann mun flytja fyrirlestur um unga gerendur en einnig segja frá verkefninu um þroskahefta einstaklinga sem misnota önnur börn kynferðislega.


Fundurinn verður haldinn á Barnaverndarstofu, Borgartúni 21, föstudaginn 11. júní kl. 09.00 - 12.00
Aðgangur er ókeypis

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica