Fræðslufundur 11. júní

3 jún. 2004

Föstudaginn 11. júní nk. mun Olof Risberg, sálfræðingur og "psykoterapeut" halda fyrirlestur á vegum Barnaverndarstofu. Að loknum fyrirlestri verða umræður.

Olof Risberg hefur unnið hjá drengjamóttöku Barnaheilla í Svíþjóð síðan 1995. Hann vinnur með drengi sem hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun og einnig drengi sem hafa misnotað önnur börn kynferðislega. Hann hefur gefið út bækurnar "Unga förövare (02)" og "Vem vill vara ihop med mig då?". Nú er hann að vinna að bók um þroskahefta einstaklinga sem misnota börn og kemur hún út í sept. 2004. Hann mun flytja fyrirlestur um unga gerendur en einnig segja frá verkefninu um þroskahefta einstaklinga sem misnota önnur börn kynferðislega.


Fundurinn verður haldinn á Barnaverndarstofu, Borgartúni 21, föstudaginn 11. júní kl. 09.00 - 12.00
Aðgangur er ókeypis

Nýjustu fréttir

26. jún. 2023 : Upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga

Barna- og fjölskyldustofa hefur ásamt nokkrum öðrum aðilum tekið saman upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem standa að samkomum, viðburðum og mannamótum.

Í þessu upplýsingabréfi er að finna gagnlegar upplýsingar um ráðningar starfsfólks og sjálfboðaliða, um viðbrögð við hlutum sem geta komið upp og hvert er hægt að leita eftir frekari upplýsingum og nálgast fræðslu.

Lesa meira

16. jún. 2023 : Myndband um íslenska Barnahúsið

Evrópuráðið (Council of Europe) birti þann 1. júní s.l. myndband um Íslenska Barnahúsið. 

Myndbandið má nálgast hér


Þetta vefsvæði byggir á Eplica