Fyrsta Foster-Pride námskeiðinu lokið

2 jún. 2004

Þann 27. apríl sl. lauk fyrsta Foster-Pride námskeiðinu á Íslandi. Námskeiðið var haldið að Félagsheimilinu Þingborg í Hraungerðishreppi og voru þátttakendur af Suðurlandi. Leiðbeinendur voru Soffía Ellertsdóttir og Hildur Sveinsdóttir. 24 byrjuðu á námskeiðinu en 21 luku því. Þótti námskeiðið takast með ágætum og lofar þessi frumraun góðu fyrir framhaldið. Athugasemdir þátttakenda um námskeiðið voru mjög jákvæðar og hér eru nokkur dæmi:

“Mjög gott námskeið fyrir alla sem koma að fósturmálum. Námskeiðið var hæfilega langt og skemmtilegt”.

“Námskeiðið var mjög gott. Nauðsynlegt fyrir alla fósturforeldra að fara á svona námskeið”.

“Námskeiðið skilaði meiru en ég bjóst við”

“Mjög fróðlegt og gott. Það ættu allir sem vinna við fósturmál að fara í gegnum þetta námskeið til þess að stuðla að því að allir vinni saman á sömu forsendum”.


Næsta námskeið er áætlað í haust og verður líklega haldið í Reykjavík.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica