Tilraunaverkefni um skilgreiningar og flokkun barnaverndarmála.

22 des. 2003

Árið 2002 vann Freydís Freysteinsdóttir, lektor í félagsráðgjöf við HÍ, að ákveðnu kerfi til að freista þess að flokka betur barnaverndarmál. Freydís hefur kynnt þetta kerfi á nokkrum stöðum, m.a. á málstofu á Barnaverndarstofu. Þá vaknaði áhugi hjá all mörgum barnaverndarstarfsmönnum á að nýta kerfið í daglegri vinnu. Í framhaldi var tekin ákvörðun um að prófa kerfið hjá nokkrum barnaverndarnefndum til að sjá hvort og þá á hvern hátt kerfið léttir starfsmönnum vinnuna og jafnframt hvernig eða hvort það skýrir og gerir sýnilegri þær ástæður sem leiða til þess að þörf er aðstoðar barnaverndaryfirvalda.

Mánudaginn 15. desember var haldinn fundur með þeim starfsmönnum sem munu taka þátt í verkefninu sem fer af stað 1. janúar 2004. Freydís kynnti kerfið sjálft og þær hugmyndir sem liggja að baki því og Anni G. Haugen talaði um framkvæmdina, sem mun verða í höndum Barnaverndarstofu. Nánari upplýsingar um markmið verkefnisins er að finna hér (PowerPoint-skjal).

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica