112: Sameiginleg símsvörun vegna móttöku tilkynninga

9 des. 2003

Á árinu 2001 aflaði Barnaverndarstofa upplýsinga hjá barnaverndarnefndum landsins um símanúmer vegna barnaverndarmála sem kunna að koma upp um kvöld og helgar. Athugunin leiddi í ljós að víða voru slík símanúmer ekki fyrir hendi sem augljóslega getur torveldað almenningi að tilkynna til barnaverndarnefndar grun um brot á barnaverndarlögum utan dagvinnutíma. Í ljós kom jafnframt að víða um landið hafa barnaverndarnefndir alls ekki skráð símanúmer til mótttöku barnaverndartilkynninga, jafnvel að degi til.

Í því skyni að auðvelda almenningi að koma á framfæri tilkynningum til barnaverndarnefnda leitaði Barnaverndarstofa til forsvarsmanna Neyðarlínunnar, 112, um möguleika á að fyrirtækið tæki við tilkynningum, annað hvort með því að framsenda símtalið til viðkomandi barnverndarnefndar eða með því að skrá það niður. Í slíkum tilvikum er hugmyndin að starfsmenn 112 meti alvarleika þeirra og ákveði á grundvelli slíks mats hvort þeim verði komið strax á framfæri til starfsmanns barnaverndarnefndar eða hvort beðið verði til næsta virka dags.

Í upphafi ársins sendi Barnaverndarstofa bréf til allra barnaverndarnefnda landsins til að kanna vilja þeirra til þessarar hugmyndar. Í svörum meirihluta þeirra kemur fram áhugi á þátttöku.

Á síðustu mánuðum hefur verið unnið að undirbúningi verkefnisins. Öllum barnaverndarnefndum landsins var nýlega boðið til vettvangsheimsóknar þar sem starfsemi Neyðarlínunnar var kynnt.

Á næstu vikum verður haft samband við þær nefndir sem sýnt hafa áhuga á verkefninu til að kanna hvernig fyrirkomulagi á móttöku tilkynninga verði best háttað. Vonast er til að verkefnið komist til framkvæmda fljótlega á næsta ári. Verða þá Íslendingar fyrstir Evrópuríkja til að koma á sameiginlegri símsvörun í barnaverndarmálum.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica