Barnahús fimm ára

31 okt. 2003

Þann 1. nóvember 2003 voru fimm ár liðin frá því að Barnahús tók til starfa. Markmiðið með starfsemi hússins var að skapa vettvang fyrir samstarf þeirra opinberu aðila sem hlutverki hafa að gegna við rannsókn og meðferð kynferðisbrotamála gegn börnum þannig að barni væri fyrir bestu. Á starfstíma hússins hafa hátt í sjö hundruð börn fengið þjónustu Barnahúss. Safnast hefur saman gríðaleg reynsla við framkvæmd rannsóknarviðtala, læknisskoðunar og meðferðar, sem hefur lagt grunninn að markvissu starfi í þágu barna.

Barnahús er byggt á fyrirmynd frá Bandaríkjunum, en starfsemi þess hefur verið aðlöguð að íslensku lagaumhverfi og hefðum. Starfsemin hefur vakið athygli víða um Evrópu og hlotið viðurkenningu sem fyrirmynd góðra starfshátta í þágu barna.

Í tilefni þessara tímamóta hefur Barnaverndarstofa ákveðið að láta framkvæma árangursmat á starfsemi hússins, sem m.a. taki til viðhorfa barna og aðstandenda þeirra ásamt samstarfsaðila um þjónustu hússins. Jafnframt hefur sú ákvörðun verið tekin að undirbúa meðferðarstarf fyrir börn sem beitt hafa önnur börn kynferðisáreitni eða ofbeldi. Stefnt er að því að þessi þjónusta geti hafist í byrjun næsta árs. Loks hefur þeim aðilum sem stóðu að stofnun Barnahúss ásamt Dómstólaráði verið boðið að skipa fulltrúa í fagráð, sem verði til samráðs og ráðgjafar um það sem lítur að starfsemi hússins

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica