Undirbúningur að stofnun Barnahúss í Litháen hafinn

31 okt. 2003

Fyrr í þessum mánuði var forstjóri Barnaverndarstofu beðinn að flytja erindi á ráðstefnu um geðheilbrigðismál barna í Vilnius og sitja auk þess samstarfsfund þriggja ráðuneyta: félags-, heilbrigðis- og dómsmála, um kynferðisbrotamál barna. Á samráðsfundinum var fjallað um möguleika á því að setja á laggirnar Barnahús í Litháen.

Áhugi Litháena á Barnahúsi hefur varað um nokkurt skeið. Í byrjun september sl. kom hópur sérfræðinga til námsdvalar í Barnahúsi í eina viku. Á fundi ráðuneytanna kom fram að samstaða ríkir á milli fulltrúa ákæruvalds, lögreglu, lækna og barnaverndarstarfsmanna um að hrinda bæri þessum áformum í framkvæmd og var þeirri stofnun sem fer með stjórn barnaverndarmála falið að eiga frumkvæði að undirbúningi málsins. Óskað hefur verið eftir áframhaldandi samstarfi við Barnaverndarstofu í þessum efnum.

Til fróðleiks má geta þess að í Svíþjóð og Danmörku eru starfshættir íslenska Barnahússins til skoðunar hjá ráðuneytum sem hugsanleg fyrirmynd breytinga þar í landi og hefur ýmsum fyrirspurnum verið beint til Barnaverndarstofu af því tilefni. Fyrir dyrum standa nokkrar ráðstefnur í báðum löndunum þar sem starfsmönnum Barnahúss og Barnaverndarstofu hefur verið boðið að flytja erindi á.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica