Kaup á Foster Pride

7 apr. 2003

Barnaverndarstofa hefur nú fest kaup á Foster Pride, sem er bandarískt kennsluefni í fósturmálum sem hefur verið að ryðja sér til rúms á Norðurlöndunum og víðar. Foster Pride er kennsluefni sem varðar vinnubrögð barnaverndarnefnda í fósturmálum, svo og undirbúningsnámskeið fyrir fósturforeldra áður en þeir taka börn í fóstur. Námskeiðið inniheldur einnig heildstætt úttektarferli og mati á hæfni fósturforeldra sem byggist á viðtölum við þá á heimilum þeirra.
Foster Pride námskeiðið er byggt upp með skipulegt kennslufyrirkomulag í huga. Fyrirlestraformið er í lágmarki, hópvinna er mikið notuð og hagnýtar aðferðir meira notaðar en fræðileg umræða. Undirbúningsmenntun er mjög viðamikil og tekur yfir 10 vikur og er í heimabyggð fósturforeldranna. Markmiðið með að innleiða Pride er að gera fósturforeldra hæfari til að takast á við hlutverk sitt.
Hildur Sveinsdóttir, sem hefur haft umsjón með fósturmálum hjá Barnaverndarstofu frá upphafi, er nú í leyfi frá daglegum störfum í því skyni að þýða og staðfæra Foster Pride. Hún mun koma aftur til starfa um miðjan júlí á meðan mun Guðbjörg Edda Hermannsdóttir, félagsráðgjafi, hafa umsjón með fósturmálum á Barnaverndarstofu.
Verkefnið er samstarfsverkefni Barnaverndarstofu og Landssamtaka vistforeldra í sveitum. Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Starfsmenntunarsjóður félagsmálaráðuneytisins og sjóður til styrktar atvinnumálum kvenna hafa styrkt verkefnið.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica