Erlend börn án umsjár

27 mar. 2003

Í byrjun febrúar sl. var haldin ráðstefna í Stokkhólmi um málefni barna án umsjár, "Unaccompanied Children", en um er að ræða börn af erlendum uppruna sem finnast án traustra forsjáraðila. Ráðstefnan var skipulögð af sænsku ríkisstjórninni og stjórnarnefnd Eystrasaltsríkjanna í málefnum barna í samræmi við ályktun forsætisráðherra Eystrasaltsráðsins frá fundi þeirra í St. Petersbug í fyrra. Ráðstefnuna sóttu 75 fulltrúar frá öllum ellefu ríkjum Eystrasaltsráðsins auk Ukraínu, Moldavíu og Hvíta Rússlands. Af Íslands hálfu sótti Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu ráðstefnuna, en hann gengdi formennsku í ofangreindri stjórnarnefnd í málefnum barna þegar ráðstefnan var haldin.

Á Norðurlöndunum hefur fjöldi erlendra barna án umsjár, sem komist hafa ólöglega til þessara landa, aukist verulega hin síðari ár. Þannig fundust rúmlega átta hundruð börn í Noregi og um sex hundruð í Svíþjóð á árinu 2002 en á Íslandi eru mál af þessu tagi fátíð. Flest koma þessi börn frá fátækum samfélögum, svo sem í Austur Evrópu, í leit að betri lífsafkomu og öryggi. Jafnframt er vitað að hluti þessara barna eru fórnarlömb mansals. Kvikmyndin Lilja 4 Ever, sem sýnd var hérlendis nýlega, er einmitt byggð á hryggilegri reynslusögu stúlku sem sætt hafði mansali og kynlífsánauð.

Tilgangur ráðstefnunnar var að leiða saman fulltrúa frá útlendingaeftirliti, lögreglu og barnavernd ásamt fulltrúum frjálsra félagasamtaka í því skyni að efla samstarf og samhæfingu bæði á landsvísu og alþjóðlega með það að markmiði að tryggja hagsmuni barnanna í samræmi við ákvæði Barnasamnings S.Þ. Meginniðurstöður ráðstefnunar voru m.a. eftirfarandi tilmæli til stjórnvalda:
1. Að börn án umsjár verði aldrei send til heimalandsins á ný án þess að gengið sé úr skugga um að einhver sé til að taka við barninu, sem tryggi öryggi þess og umsjá
2. Að löndin eigi með sér samvinnu í einstökum málum jafnt sem almennt á þessu sviði
3. Að unnið sé að aðgerðaáætlun í málefnum þessa hóps barna, sem m.a. geri ráð fyrir að tilnefndur sé samhæfingaraðili í hverju landi fyrir sig sem beri ábyrgð á framkvæmd þessara mála innanlands og í erlendu samstarfi.

Skýrsla frá ráðstefnunni, sem m.a. hefur að geyma þau erindi sem flutt voru ásamt niðurstöðum (sjá “Chairman´s conclusions) er að finna á vefsíðu Eystrasaltsráðsins childcentre.baltinfo.org

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica