Fjölgun mála í Barnahúsi

14 mar. 2003

Það sem af er árinu hafa verið tekin rannsóknarviðtöl við 40 börn í Barnahúsi.
Það er 19 börnum meira en á sama tíma í fyrra. Af þessum 40 börnum hafa 15 börn komið í skýrslutöku fyrir dómi en 25 börn í könnunarviðtöl fyrir barnaverndarnefndir. Á sama tíma í fyrra höfðu einungis 8 börn komið í skýrslutöku fyrir dómi. Þess ber að geta að aldrei höfðu komið jafn mörg börn á einu ári í Barnahús eins og árið 2002 en þá komu 167 börn í rannsóknarviðtal, þar af 60 börn í skýrslutöku fyrir dómi. Að auki hefur sérfræðingur frá Barnahúsi verið kallaður til að taka skýrslur af fjórum börnum í dómhúsi það sem af er þessu ári. Fyrir héraðsdóm Norðurlands eystra á Akureyri í þremur tilvikum og í héraðsdómi Reykjavíkur í einu tilviki. Í þessum dómhúsum er sérstakur búnaður til skýrslutaka af börnum. Á árinu 2002 tóku sérfræðingar Barnahúss alls sjö skýrslur í dómhúsum, þrjár í Reykjavík og fjórar fyrir norðan. Það virðist því enn vera að færast í aukana að sérfræðingar Barnahúss séu fengnir til að taka skýrslur fyrir dómi af börnum, sérstaklega í Barnahúsi en einnig í sumum tilvikum í dómhúsi. Barnahús sinnir að auki greiningu og meðferð fyrir þolendur kynferðisafbrota á landinu öllu og eru, þegar þetta er skrifað 90 börn sem fá þá þjónustu.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica