Nýjar verklagsreglur um tilkynningaskyldu heilbrigðisstarfsfólks

19 feb. 2003

Nýjar verklagsreglur hafa verið gefnar út um tilkynningaskyldu heilbrigðisstarfsfólks til barnaverndarnefnda. Á síðasta ári var skipuð nefnd til að vinna að verklagsreglum fyrir heilbrigðisstarfsfólk vegna tilkynningarskyldu til barnaverndarnefnda. Í nefndinni áttu sæti fyrir hönd Landsspítala Háskólasjúkrahúss Jón R. Kristinsson, læknir, Theodór Friðriksson, læknir og Kristín Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Fulltrúar barnaverndaryfirvalda voru Halldóra Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi hjá Barnavernd Reykjavíkur; Hrefna Friðriksdóttir, lögfræðingur á Barnaverndarstofu og Anni G. Haugen, deildarstjóri á Barnaverndarstofu.

Verklagsreglunum er ætlað að minna á tilkynningaskylduna og um leið að auðvelda og skýra þær boðleiðir sem nota þarf. Það er von nefndarinnar að þær geti þannig stuðlað að meiri og markvissari samvinnu heilbrigðis- og barnaverndarstarfsmanna í málefnum barna sem þurfa vernd, stuðning og umönnun frá þessum starfshópum.

Verklagsreglurnar eru nú í kynningu á Landspítalanum. Þá mun landlæknir senda þær öllum heilsugæslustöðvum landsins og hafa þær á sinni heimasíðu þannig að heilbrigðisstarfsfólk geti nýtt sér þær þegar þörf er á.

Verklagsreglurnar má nálgast hér og á heimasíðunni undir Barnaverndarstofa - verklagsreglur.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica