Barnahús fær alþjóðlega viðurkenningu

16 feb. 2003

Samtök Barnaheilla - Save the Children - í tíu Evrópuríkjum hafa gefið út viðamikla skýrslu um börn og réttarkerfið að því er lýtur að kynferðisbrotum á börnum. Skýrslan er árangur samstarfsverkefnis sem fólst í samanburðarrannsókn á fyrirkomulagi þessara mála í viðkomandi ríkjum, en gerðar voru sérstakar landsskýrslur sem lokaskýrslan byggir á. Það hlýtur að vera Íslendingum gleðiefni að Barnahúsið fær sérstaka umfjöllun í skýrslunni sem fyrirmyndarstofnun ("best practice") í meðferð kynferðisofbeldis á börnum. Af því tilefni var Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, boðið að halda erindi á sérfræðingafundi þar sem fjallað var um skýrsluna í Kaupmannahöfn dagana 22.-23. október sl. Jafnframt flutti Bragi erindi um Barnahúsið á fjölmennri ráðstefnu sem haldin var í húsakynnum danska þingsins hinn 24. október á vegum Red barnet í Danmörku.

Hér gefst kostur á að sjá umrætt erindi. Fyrirlestur um Barnahús

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica