• Kona á skrifstofu

Netnámskeið um einkenni barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og hvernig bregðast skuli við ef barn greinir frá ofbeldi

30 maí 2023

Þingsályktunartillaga var samþykkt á Alþingi 3. júní 2020 um aðgerðaáætlun fyrir árin 2021–2025 er varðar forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Þar er lögð megináhersla á að efla aldursmiðaða kennslu og forvarnir í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum, í samvinnu við heilsugæslu, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar. Til þess að draga úr kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni og lágmarka skaðann af slíkri háttsemi.

Hlutverk Barna- og fjölskyldustofu (áður Barnaverndarstofu) var að setja á laggirnar netnámskeið fyrir starfsfólk sem starfar með börnum og ungmennum.
Sérfræðingar Barnahúss hófust handa við að útbúa gagnvirkt netnámskeið með grunnfræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni. Námskeiðið fjallar um einkenni barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og hvernig bregðast skuli við ef barn greinir frá ofbeldi. Námskeiðið er í fjórum útgáfum með eftirfarandi markhópa í huga: 1) leikskóla, 2) yngri bekki grunnskóla ásamt frístundaheimilum, 3) eldri bekki grunnskóla ásamt félagsmiðstöðvum og 4) framhaldsskóla. Námskeiðið er hannað með þeim hætti að stjórnendur geti fylgst með að starfsfólk hafi lokið námskeiðinu þar sem starfsfólk fær viðurkenningarskjal í lok námskeiðisins sem ætlað er til upplýsinga fyrir yfirmenn. Barna- og fjölskyldustofa fær sjálfkrafa upplýsingar um heildarfjölda þeirra sem taka námskeiðið.

Mikilvægt er að yfirmenn fylgist með hverjir sæki námskeiðið og fylgi því eftir sem og gefi starfsfólki sínu ráðrúm til þess að nýta sér námskeiðið.

Þingsályktunina má nálgast í heild sinni hér:

https://www.althingi.is/altext/150/s/1609.html

Það er mikilvægt að allir þeir sem vinna með börnum og unglingum þekki einkenni barna sem hafa orðið fyrir hvers kyns kynferðisofbeldi. Með því að bregðast við eins hratt og hægt er því minni líkur eru á því að ofbeldið eigi sér stað yfir lengri tíma eða afleiðingarnar hafi varanleg áhrif á líðan barnanna.

Mikilvægt er einnig að starfsfólk sem vinnur með börnum horfi á fyrirlesturinn á hverju ári til að tryggja að starfsfólk viðhaldi þekkingu sinni.

Með von um góðar viðtökur

Hér má nálgast hlekk á fræðsluna

 


Nýjustu fréttir

26. jún. 2023 : Upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga

Barna- og fjölskyldustofa hefur ásamt nokkrum öðrum aðilum tekið saman upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem standa að samkomum, viðburðum og mannamótum.

Í þessu upplýsingabréfi er að finna gagnlegar upplýsingar um ráðningar starfsfólks og sjálfboðaliða, um viðbrögð við hlutum sem geta komið upp og hvert er hægt að leita eftir frekari upplýsingum og nálgast fræðslu.

Lesa meira

16. jún. 2023 : Myndband um íslenska Barnahúsið

Evrópuráðið (Council of Europe) birti þann 1. júní s.l. myndband um Íslenska Barnahúsið. 

Myndbandið má nálgast hér


Þetta vefsvæði byggir á Eplica