• Kona að lesa fyrir barn

Málþing um afdrif fósturbarna

Barna- og fjölskyldustofu heldur málþing um afdrif fósturbarna í samvinnu við Háskóla Íslands þann 2. júní nk.

19 maí 2023

Fjallað verður um nýjustu rannsóknir ásamt því að gefin verður innsýn hvernig staðið er að undirbúningi þess að fara úr fóstri. Fyrirlesarar á málþinginu koma frá Noregi, Svíþjóð og Íslandi. Málþingið fer fram á ensku og verður streymt í gegnum Youtube. Hlekkur á streymið verður settur á viðburð málþingsins á Facebook https://fb.me/e/43WI0Rhiz

Ekki þarf að skrá sig á málþingið. Hægt verður að koma með spurningar í gegnum streymið. Málþingið verður tekið upp og verður aðgengilegt á heimasíðu BOFS eftir að því lýkur. 

Nánari upplýsingar verða birtar á Facebook viðburði málþingsins.

Dagskrá málþingsins má nálgast hér


Nýjustu fréttir

26. jún. 2023 : Upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga

Barna- og fjölskyldustofa hefur ásamt nokkrum öðrum aðilum tekið saman upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem standa að samkomum, viðburðum og mannamótum.

Í þessu upplýsingabréfi er að finna gagnlegar upplýsingar um ráðningar starfsfólks og sjálfboðaliða, um viðbrögð við hlutum sem geta komið upp og hvert er hægt að leita eftir frekari upplýsingum og nálgast fræðslu.

Lesa meira

16. jún. 2023 : Myndband um íslenska Barnahúsið

Evrópuráðið (Council of Europe) birti þann 1. júní s.l. myndband um Íslenska Barnahúsið. 

Myndbandið má nálgast hér


Þetta vefsvæði byggir á Eplica