• Hjólabrettastelpa

Málstofa 28.04.2023 um barnavernd og Covid.

27 apr. 2023

Við viljum minna á fjórðu og síðustu málstofuna okkar sem verður haldin á morgun, 28. apríl.

Umfjöllunarefni þessarar málstofu er “börn foreldra með áfengis- og/eða fíkniefnavanda” og hvernig þessi málaflokkur birtist okkur í COVID.

Að þessu sinni fáum við erindi frá Barna- og fjölskyldustofa, Keðjunni – stuðningsþjónustu Reykjavíkurborgar og Barnavernd Reykjavíkur.

Nánari upplýsingar má finna á facebook viðburði málstofunnar en beinan hlekk á streymið má finna hér (streymt er í gegnum youtube) .

Málstofan er ókeypis og opin öllum, hvort sem er í eigin persónu í Borgartúni 21 eða í streymi. Ef þið viljið koma í eigin persónu viljum við endilega biðja ykkur um að senda póst á malstofa@bofs.is svo við getum gert ráð fyrir nægilega mörgum stólum J Fyrir þau ykkar sem kjósa að fylgjast með í streymi verður hægt að spyrja spurninga í gegnum spjallið á youtube.

Og líkt og fyrri málstofur þá verður hægt að nálgast upptökurnar á bofs.is 


Nýjustu fréttir

26. jún. 2023 : Upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga

Barna- og fjölskyldustofa hefur ásamt nokkrum öðrum aðilum tekið saman upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem standa að samkomum, viðburðum og mannamótum.

Í þessu upplýsingabréfi er að finna gagnlegar upplýsingar um ráðningar starfsfólks og sjálfboðaliða, um viðbrögð við hlutum sem geta komið upp og hvert er hægt að leita eftir frekari upplýsingum og nálgast fræðslu.

Lesa meira

16. jún. 2023 : Myndband um íslenska Barnahúsið

Evrópuráðið (Council of Europe) birti þann 1. júní s.l. myndband um Íslenska Barnahúsið. 

Myndbandið má nálgast hér


Þetta vefsvæði byggir á Eplica