• Hjólabrettastelpa

Málstofa 28.04.2023 um barnavernd og Covid.

27 apr. 2023

Við viljum minna á fjórðu og síðustu málstofuna okkar sem verður haldin á morgun, 28. apríl.

Umfjöllunarefni þessarar málstofu er “börn foreldra með áfengis- og/eða fíkniefnavanda” og hvernig þessi málaflokkur birtist okkur í COVID.

Að þessu sinni fáum við erindi frá Barna- og fjölskyldustofa, Keðjunni – stuðningsþjónustu Reykjavíkurborgar og Barnavernd Reykjavíkur.

Nánari upplýsingar má finna á facebook viðburði málstofunnar en beinan hlekk á streymið má finna hér (streymt er í gegnum youtube) .

Málstofan er ókeypis og opin öllum, hvort sem er í eigin persónu í Borgartúni 21 eða í streymi. Ef þið viljið koma í eigin persónu viljum við endilega biðja ykkur um að senda póst á malstofa@bofs.is svo við getum gert ráð fyrir nægilega mörgum stólum J Fyrir þau ykkar sem kjósa að fylgjast með í streymi verður hægt að spyrja spurninga í gegnum spjallið á youtube.

Og líkt og fyrri málstofur þá verður hægt að nálgast upptökurnar á bofs.is 


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica