• Promise-2

Lokaráðstefna PROMISE verkefnisins um innleiðingu Barnahúsa í Evrópu var haldin í Brussel þann 14. júní sl.

20 jún. 2017

Á ráðstefnunni var kastljósinu beint að barnvinsamlegu og þverfaglegu samstarfi stofnana sem veita börnum sem eru fórnarlömb ofbeldis þjónustu. Meðal ræðumanna voru Věra Jourová, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins í málaflokkum tengdum réttarkerfi og jafnréttismálum og Marta Santos Pais sérlegur fulltrúi aðalritara Sameinuðu þjóðanna vegna ofbeldis gegn börnum. Þær lýstu í ræðum sínum yfir stuðningi sínum við innleiðingu Barnahúsa í Evrópu (en. The Barnahus Movement). Bragi Guðbrandsson, helsti sérfræðingur PROMISE verkefnisins, kynnti reynsluna á Íslandi og hvernig sú reynsla hefur verið Evrópu innblástur varðandi innleiðingu Barnahúsa.

Þrenn pallborð sérfræðinga ræddu svo þverfaglega vinnu og samstarf stofnana sem viðbrögð við ofbeldi gegn börnum og hvernig hugmyndafræði Barnahúsanna er umvafin virðingu fyrir réttindum barna.
Í pallborðunum tóku m.a. þátt þrír íslenskir sérfræðingar, þau Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu, Ólöf Ásta Farestveit forstöðumaður Barnahúss og Hjörtur Aðalsteinsson dómstjóri við héraðsdóm Suðurlands. Var góður rómur gerður að máli þeirra og vakti sérstaka athygli ræða dómarans.

Á ráðstefnunni var eftirfarandi efni kynnt sem er hugsað sem stuðningur við innleiðinguna á Barnahúsum.

Evrópskir staðlar fyrir barnahús (en European Barnahus Quality Standards

Promoting Progress on Barnahus in Europe

The PROMISE Tracking Tool

Enabling Child-Sensitive Justice

PROMISE Compendium of Law and Guidance

Hér má sjá heimasíðu PROMISE verkefnisins þar sem meðal annars er að finna myndir frá ráðstefnunni, dagskrá hennar og útgefið efni.   

Hér eru nokkrar myndir frá ráðstefnunni

IMG_1024  IMG_1045IMG_1022IMG_1025IMG_1036IMG_1039IMG_1028IMG_1026IMG_1029

IMG_1023 IMG_1044IMG_1046IMG_1030


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica