Minnum á kynningarfundinn vegna PMTO meðferðarnáms þann 16. maí í húsnæði Endurmenntunar Háskóla Íslands að Dunhaga 7, kl. 17.00.

Umsóknarfrestur vegna meðferðarnámsins er 5. júní nk.

15 maí 2018

Hér eru nánari upplýsingar og hægt að skrá sig á kynningarfundinn. 

PMTO meðferðarmenntun er klínísk menntun, ætluð fagfólki í klínísku starfi sem sinnir meðferð fyrir foreldra barna með aðlögunarvanda, einkum hegðunarerfiðleika. Í náminu vinna nemendur með fjölskyldur og meðferðarviðtölin eru tekin upp á myndbönd og handleiðsla veitt. Hver nemandi þarf að lágmarki að vinna með fimm fjölskyldur, þrjár æfingafjölskyldur og tvær prófafjölskyldur, auk smærri æfingaverkefna. Meðferðarmenntun lýkur með prófi sem viðurkennt er af bandarískum sérfræðingum aðferðarinnar; Implementation Science International, Inc. Námið veitir viðkomandi réttindi til að stunda PMTO einstaklingsmeðferð - og með lítilli viðbót einnig hópmeðferð.
FYRIR HVERJA
Umsækjendur skulu hafa lokið eða stundi framhaldsnám á meistarastigi.
Sálfræðideild Háskóla Íslands hefur metið námið til 60 ECTS eininga.
PMTO meðferðarnám er í samvinnu með Miðstöð PMTO-FORELDRAFÆRNI á Barnaverndarstofu.
KENNSLA/UMSJÓN
Kennslustjóri námsins er Margrét Sigmarsdóttir, en Berglind Ásgeirsdóttir tekur við kennslustjórn þegar námið hefst. Kennarar og handleiðarar eru allir sérfræðingar á sviði PMTO meðferðar.
FYRIRKOMULAG
Námið fer fram á tveggja ára tímabili og felst í sex vinnustofum (samtals 18 námsdögum), verkefnavinnu, lestri fagefnis og fjölskylduvinnu undir handleiðslu sem er veitt reglulega yfir allt tímabilið, bæði hópum og einstaklingum.
VERÐ
1.270.000 kr. Athugið að mörg stéttarfélög veita styrki til náms. Aðilar að BHM geta sótt tvisvar sinnum úr starfsþróunarsjóði á tímabilinu.
FREKARI UPPLÝSINGAR UM NÁMIÐ
Erna Guðrún Agnarsdóttir, námstjóri
netfang: ega@hi.is, sími: 525-4909


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica